Sandblásturfilman okkar skapar fágun og tryggir næði. Þessi hálfgagnsær filma líkir eftir útliti sandblásins glers til að skapa næði án þess að hefta gegnumstreymi náttúrulegrar birtu. Hentar fullkomlega fyrir skrifstofuskilrúm og fundarherbergi eða til að gefa heimilinu fágaðra yfirbragð.
Umbreyttu gluggunum þínum með Windowfilm ehf. Auktu næði, öryggi, fegurð og þægindi með fyrsta flokks filmum frá okkur. Windowfilm ehf. sérhæfir sig í að umbreyta ofurvenjulegum rúðum í einstaka húsprýði með fjölbreyttu úrvali gæðafilma og vínyls. Hvort sem þú ert að leitast eftir að skapa stíl, auka næði eða öryggi eða að bæta orkunýtingu finnurðu réttu lausnina hjá okkur.
Verstu hitanum og komdu í veg fyrir glampa með sólarfilmunum okkar. Þær veita vernd gegn skaðlegum útfjólubláum geislum og koma jafnvægi á hitastig í innanrými til að stuðla að þægilegra umhverfi um leið og þær verja húsgögn gegn upplitun vegna sólarljóss. Sérlega góður valkostur fyrir heimili, skrifstofur og atvinnuhúsnæði þar sem áhersla er lögð á orkunýtingu.
100% Blackout filmur
Þessi myrkvunarfilma er sérhönnuð til að gera glugga og hurðir algjörlega ógagnsæ, þannig að ekkert ljós kemst í gegn. Hún veitir fullkomna ljósheldni og er tilvalin lausn fyrir rými sem krefjast algjörrar myrkvunar, svo sem svefnherbergi, skrifstofur og heimabíó.
Auktu stíl og notagildi glugganna þinna með speglafilmunum okkar. Þær skapa næði yfir daginn með speglun að utan, sem gerir að verkum að á meðan þú getur horft út er ekki hægt að horfa inn. Fullkomin lausn fyrir framhliðar húsa við gangstéttir og skrifstofur eða til að skapa nútímalegt yfirbragð á heimilinu.
Tryggðu þér hugarró með öryggisfilmunum okkar. Öryggisfilmurnar okkar eru sérstaklega hannaðar til að styrkja gler og koma í veg fyrir að það molni með því að veita aukavarnarlag gegn óhöppum, innbrotum og ofsaveðri. Tryggðu öryggi ástvina og eigna með endingargóðum og áreiðanlegum öryggislausnum frá okkur.
Tryggðu endingu innanstokksmuna með filmum frá okkur sem veita vernd gegn útfjólubláu ljósi. Verðu húsgögn, gólfefni og listaverk gegn upplitun af völdum skaðlegra útfjólublárra geisla. Hlífðarfilmurnar okkar gegn útfjólubláu ljósi auðvelda þér að viðhalda líflegu og fallegu yfirbragði innanrýmisins þíns um ókomin ár.
Veggmyndir
Litafilmur
Premium Brand
Af hverju að velja Windowfilm ehf.?
Fagleg uppsetning: Við tryggjum nákvæma og hnökralausa uppsetningu til að hámarka gæði og endingu.
Sérsniðnar lausnir: Við bjóðum upp á sérsniðnar lausnir sem henta þínum þörfum, smekk og fjárhag.
Gæðatrygging: Við notum eingöngu fyrsta flokks vörur sem eru
endingargóðar og afhentar með allt að 15 ára ábyrgð frá framleiðanda.
Ánægja viðskiptavina: Með meira en 20 ára reynslu í farteskinu er ánægja þín í algjörum forgangi hjá okkur.
Við leggjum okkur í líma við að fara fram úr væntingum í hverju einasta verki.
Vinsamlega bókið tíma á vefsíðu okkar
eða með því að senda tölvupóst á info@windowfilm.is
Öll ráðgjöf og stoðþjónusta er í boði án gjalds.